Hleð niður Events
This viðburður has passed.

Fyrir allt starfsfólk 18 ára og eldra. Hentar sérstaklega vel fyrir forstöðufólk!

Á undanförnum árum hafa samskipti við heimili og fjölskyldur orðið mikilvægari þáttur í starfi sumarbúða. Í því felst meðal annars aukin upplýsingagjöf um daglegt starf sumarbúðanna yfir netið og ekki síður í símtölum við foreldra og forráðamenn. Jafnframt hafa komið fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig best sé að takast á við heimþrá í samvinnu við fjölskyldur. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og starfsmaður Ölvers til margra áratuga og Halldór Elías djákni munu leiða umræður og leggja fram verkefni sem fjalla um foreldrasamskipti, heimþrá og upplýsingagjöf úr sumarbúðunum.

Námskeiðið verður kennt á netinu. Notast verður við zoom.us og Námuna, námsvef KFUM og KFUK.

Nánar

Date:
6. maí
Time:
18:30 - 21:00
Viðburður Viðburðaflokkar:

Staður

Vefnámskeið
Holtavegur 28
Reykjavík, 104 Iceland
Phone:
588-8899
Website:
http://www.kfum.is

Skipuleggjandi

Æskulýðsfulltrúar
Phone:
588-8899
Website:
https://www.kfum.is