
Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi
9. apríl - 11. apríl
Fjölskylduflokkur er frábært tækifæri að njóta þess að vera saman í notalegu andrúmslofti.
Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá.
Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, bæði í fæði og dagskrá og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opin fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir.
Verð er 11.000 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 35.500 kr.
Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.