

Brunavarnir og skyndihjálp
Miðvikudagur 20. maí 2020 @ 17:00 - 21:30
Skyldunámskeið fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða. ATH: Námskeiðið hefst kl. 17:00.
Öryggismálin eru í forgrunni í starfi KFUM og KFUK. Félagið vill að allt starfsfólk hafi grunn í skyndihjálp og brunavörnum og kunni að bregðast rétt við. Undir stjórn Jóns Péturssonar og Kristjáns Sigfússonar er farið í grundvallaratriði er lýtur að skyndihjálp og gerðar eru æfingar. Þá er farið yfir eldvarnir, viðbrögð við eldsvoða og meðferð slökkvitækja o.fl. Þetta er skyldunámskeið fyrir allt starfsfólk.