
Brunavarna- og skyndihjálparnámskeið
Föstudagur 17. maí 2019 @ 16:00 - 21:00
Fyrir alla starfsmenn 18 ára og eldri.
Öryggismálin eru í forgrunni í starfi KFUM og KFUK. Við viljum að starfsfólk okkar hafi grunn í skyndihjálp og brunavörnum og kunni að bregðast rétt við. Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði er lýtur að skyndihjálp og gerðar eru æfingar. Þá er farið yfir eldvarnir, viðbrögð við eldsvoða og meðferð slökkvitækja o.fl.
Léttur kvöldverður er innifalinn í námskeiðinu.
Dagsetning: Föstudaginn 17. maí kl. 16:00–21:00
Staðsetning: Holtavegur 28