Hleð Viðburðir

Æskulýðsmótið Friðrik er mót þar sem unglingadeildir KFUM og KFUK eiga frábærar stundir saman. Mótið er fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Þar kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi. Í boði verða margvíslegir leikir, smiðjur, íþróttir, söngur, pottapartý, fræðslustundir og ball. Unglingar af öllu landinu fjölmenna á mótið. Þau sem einu sinni hafa kynnst Friðriksmótinu vilja alls ekki missa af því.

Verð á mótið verður kynnt er nær dregur. Innifalið er gisting, matur og rútuferðir. Skráning og greiðslur fara alfarið fram á netinu á bókunarvef KFUM og KFUK – www.sumarfjor.is.

Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar.

Aldur?

Mótið er fyrir unglinga í 8.–10. bekk grunnskóla.

Hvað þarf að taka með?

Svefnpoka eða sæng og kodda, lak, snyrtivörur, hlý föt og útiföt, íþróttaföt, sundföt, handklæði, góða skó og auðvitað GÓÐA SKAPIÐ!

Nánari upplýsingar

Instagram: #fridrik22
Snapchat: kfumkfukiceland
Facebook: https://www.facebook.com/fridriksmot/