Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur – Þreyttir og sáttir

Höfundur: |2014-07-02T12:52:55+00:002. júlí 2014|

Í gærkvöldi fundum við að drengirnir voru orðnir mjög þreyttir eftir tveggja daga öfluga dagskrá og í morgun var óvenjurólegt í morgunmatnum enda drengirnir hálf eftir sig eftir fyrstu tvo dagana. Við munum því taka það rólega fyrri hluta dagsins, [...]

Vatnaskógur: Í lok ævintýraflokks

Höfundur: |2014-06-29T11:12:44+00:0029. júní 2014|

Nú er lítið eftir af flokknum hér í Vatnaskógi. Fjölbreytt dagskrá er í boði núna fyrir hádegi. Íþróttir, bátar, smíðaverkstæði, feluleikur í skóginum og margt fleira. Drengirnir koma í hádegismat kl. 12:30, knattspyrnuleikur foringja og drengja hefst kl. 13:15 og [...]

Vatnaskógur: Sund, útikvöldvaka og útilega

Höfundur: |2014-06-28T11:57:51+00:0028. júní 2014|

Það voru rúmlega 10 drengir sem völdu að sofa undir opnum himni í skóginum í nú í nótt í frábæru veðri. Annars var gærdagurinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Eftir hermannaleik, gengu drengirnir niður á Hvalfjarðarströnd í sund. Mig langar að nefna [...]

Fara efst