Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur: Lokadagur og heimför

Höfundur: |2014-07-12T07:50:34+00:0012. júlí 2014|

Eftir skemmtilegt veislukvöld í gær voru strákarnir komnir í ró rétt fyrir kl. 23:00. Þrátt fyrir að það sé farið að síga á seinni hlutann í flokknum þá slökkum við ekkert á í dagskránni strax, en eftir morgunstund og Biblíulestur [...]

Vatnaskógur: Veisludagur framundan

Höfundur: |2014-07-12T08:00:55+00:0011. júlí 2014|

Því miður verður enginn starfsmaður við símann meðan á símatíma stendur í dag, föstudag, vegna dagskrár með drengjunum. Það verður hægt að ná sambandi ef eitthvað er, milli kl. 15:30-16:30. Dagskráin í gær gekk vel og þrátt fyrir rigningu og [...]

Vatnaskógur: Hefðbundinn dagur með hermannaleik

Höfundur: |2014-07-12T08:04:36+00:0010. júlí 2014|

Við biðjumst velvirðingar á fréttaseinkunninni í dag, en Vatnaskógur missti netsamband í nótt vegna rafmagnsleysis á netsendum í sveitinni. Dagurinn í gær var um margt hefðbundinn sumarbúðadagur. Dagskráin samanstóð af frjálsum íþróttum og frjálsum leik, bátum og boltaleikjum auk þess [...]

Vatnaskógur: Gönguferð og matur

Höfundur: |2014-07-09T11:15:28+00:009. júlí 2014|

Hluti drengjanna valdi að fara í gönguferð upp í skóginn í gær, yfir klettabelti hér austan við okkur og síðan kringum vatnið þar sem þurfti að vaða ósana við sinn hvorn endann. Á meðan fóru aðrir drengir á báta, nú [...]

Vatnaskógur: Fyrsti dagurinn

Höfundur: |2014-07-08T11:45:49+00:008. júlí 2014|

Fyrsti dagurinn byrjaði vel hér í Vatnaskógi í gær. Veðrið hefur leikið við okkur og drengirnir nutu sín vel á vatninu og í vatninu, úti á fótboltavelli og í frjálsum íþróttum auk þess sem við buðum upp á dagskrá í [...]

Vatnaskógur: Heimför

Höfundur: |2014-07-04T09:17:46+00:004. júlí 2014|

Nú styttist 5. flokkur verulega í annan endann. Framundan er morgunmatur, morgunstund, orusta í íþróttahúsinu, hádegismatur, pökkun, lokastund og lokakaffitími með ís og kleinuhring. Heilt yfir hefur allt gengið vel og drengirnir voru í miklu stuði í gær á hátíðarkvöldvökunni [...]

Fara efst