Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur: Fjölbreytt dagskrá

Höfundur: |2014-08-12T10:39:37+00:0012. ágúst 2014|

Þrátt fyrir að lokavika sumarsins sé töframannanámskeið, aðeins fjórir dagar, drengirnir séu óvenjufáir og rokið óvenjumikið, þýðir það alls ekki að við gefum afslátt á hefðbundinni dagskrá. Dagurinn í gær byrjaði með sameiginlegri dagskrá í íþróttahúsinu, þar sem farið var í [...]

Vatnaskógur: Keppnir og dansleikur

Höfundur: |2014-08-10T10:28:13+00:0010. ágúst 2014|

Nokkrir af unglingunum í flokknum umbreyttu rými í óinnréttuðum hluta Birkiskála í dansgólf, fundu til tæki og tól til tónlistarflutnings og dönsuðu inn í nóttina í gær undir taktföstum takti frá dj sem kom úr hópi unglinganna.  […]

Vatnaskógur: Útilega eða kvikmyndakvöld

Höfundur: |2014-08-09T10:07:19+00:009. ágúst 2014|

Seint í gær héldu 9 ofurhugar ásamt starfsmönnum í útilegu í fjalllendinu austast í Svínadal og þegar þetta er ritað hefur hópurinn ekki skilað sér aftur í hús. Dagskrá annarra þátttakenda var rólegri en tók samt á, enda horfðum við saman [...]

Vatnaskógur: Rólegur dagur

Höfundur: |2014-08-08T17:59:31+00:008. ágúst 2014|

Eftir dagskrá miðvikudagsins töluðu margir þátttakendur um mikilvægi þess að taka það rólega í gær, fimmtudag, sem við og gerðum. Verkefni gærdagsins voru þannig í rólegri kantinum, bátunum var lokað vegna veðurs, en þess í stað buðum við upp á frjálsar [...]

Vatnaskógur: Gengið of langt

Höfundur: |2014-08-07T11:53:19+00:007. ágúst 2014|

Það er óhætt að segja að við höfum gengið of langt í Vatnaskógi eftir hádegi í gær. Enda eru unglingarnir útkeyrðir og uppgefnir í augnablikinu þrátt fyrir góðan nætursvefn. Hluti hópsins hljóp 4,2 km víðavangshlaup í gærmorgun. Allflest fóru því sem næst af [...]

Vatnaskógur: Unglingaflokkur að komast á skrið

Höfundur: |2014-08-06T12:03:16+00:006. ágúst 2014|

Unglingaflokkur í Vatnaskógi hefur farið vel af stað þetta árið. Dagskráin fyrsta sólarhringinn var lágstemmd og fremur hefðbundinn, bátar, knattspyrna, frjálsar íþróttir, spilakvöld, útileikir, samhristingur, kvöldvaka, morgunstund í Skógarkirkju og vatnafjör. En núna eftir hádegismat er ætlunin að bæta í [...]

Fara efst