Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og unglinga hinsegin og það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi.
Þekking og fræðsla í hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þennan hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.
Þann 7. febrúar kl. 18.30 verður hinsegin fræðsla á vegum Æskulýðsvettvangsins í sal KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fyrirlesari er Sveinn Sampsted.
Fræðslan er samsuða af ,,Hinsegin 101”, bæklingsins ,,Trans börn og íþróttir” á vegum samtakanna ‘78 ásamt rannsókn Sveins Sampsted, íþróttafræðings og fræðara hjá samtökunum, á upplifun hinsegin fólks í íþróttum á Íslandi.
Á námskeiðinu er fjallað um helstu hugtök innan hinsegin regnhlífarinnar, hvað þau þýða og hvað við getum gert til að styðja við bakið á hinsegin fólki.
Hinsegin er regnhlífarhugtak sem nær yfir fjölbreytileika kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar.
Fræðslan hefur fengið stórkostlegar viðtökur frá því að hún fór af stað og á fyrsta árinu voru yfir 50 erindi haldin víða um land.
Sveinn fékk einnig viðurkenninguna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 fyrir fyrir fræðsluna sem framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
Skráning á námskeiðið fer fram hér: https://www.aev.is/skraning-a-namskeid