Vorhátíð Kaldársels verður fimmtudaginn 18. maí, Uppstigningardag.

Þar verður mikið fjör, sérstaklega fyrir yngri kynslóðina.
Á staðnum verða hoppkastalar, andlitsmálning, grillaðar pylsur, candy floss og popp. Búdótið verður tekið út og svo mætti lengi telja.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir krakka  að koma og kynnast staðnum fyrir sumarið og fyrir þá sem eldri eru  að rifja upp gamlar minningar úr Kaldárseli og sjá þá miklu uppbyggingu sem þar hefur verið.
Við fáum til okkar góða gesti.  Meðal annars Ásgeir Pál Kaldæing og svo kemur töfrandi leynigestur, eitthvað sem enginn má missa af.
Sportfélag KFUM og KFUK býður upp á fjölskyldugöngu um svæðið.
Hlökkum til að sjá ykkur
Skráning í sumarbúðirnar er svo í fullum gangi á www.sumarfjor.is