Við viljum vekja athygli á fræðslukvöldi í safnaðarheimili Akraneskirkju mánudaginn 24. apríl kl. 20:00 um Kristrúnu í Frón og upphafsárum Ölvers.
Kristrún Ólafsdóttir var þekkt meðal Skagamanna fyrir merkilegt starf sitt með börnum og unglingum í Frón og sumarbúðunum Ölveri og þau eru mörg sem eiga góðar minningar af Kristrúnu.

Á fræðslukvöldinu munu Þráinn Haraldsson og Þóra Björg Sigurðardóttir segja sögu Kristrúnar og starfi hennar í Frón og Ölveri og sýna myndir.

Að lokum verður boðið upp á kaffi og spjall.