Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi verður laugardaginn 15. apríl.
Fundurinn fer fram í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Húsið opnar kl. 9:30 en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn verða afhent. Formleg dagskrá hefst kl. 10:00.
Þau sem ekki hafa greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að greiða það við innganginn.
Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Áætlað er að fundi ljúki um kl. 14:00.
Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.
Ársskýrsla fyrir starfsárið 2022-2023 hefur verið send félagsfólki í pósti, en hana má einnig finna hér:
Ársskýrsla KFUM og KFUK 2023 web