Nú höldum við prjónahelgi í Vindáshlíð í fyrsta skiptið helgina 21. til 23. apríl. Markmið helgarinnar er að prjónakonur komi saman og eigi huggulega stund í Vindáshlíð. Tilvalin skemmtun fyrir til dæmis prjóna- og saumaklúbba.

 

Skráning á prjónahelgina er hafin á sumarfjor.is: 

https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2194

 

Fyrir þær sem langar að byrja að prjóna þá munum við kenna Ágætis byrjun frá Stroff sem er verkefni fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í prjóni. Þið þurfið sjálfar að kaupa garn og prjóna, en uppskriftin er frí og hægt að nálgast hana hér: https://stroff.is/collections/einfalt/products/agaetis-byrjun

 

Föstudagur, 21. apríl:

Mæting frá kl 18:00.

19:00 Kvöldmatur.

20:00 Kvöldvaka.

21:00 Kvöldkaffi.

21:30 Hugleiðing í setustofu.

22:00 Frjáls tími.

– Prjónastund í setustofunni með arineld. 

– Kvikmynd niðri í kvöldvökusal.

– Kvöldganga.

– Byrjað verður á verkefninu Ágætis byrjun, frá Stroff, fyrir þær sem langar að byrja að læra að prjóna. 

 

Laugardagur, 22. apríl:

9:00-10:00 Morgunverðarhlaðborð.

10:00 Kristín Björg Sigurvinsdóttir, rithöfundur og Hlíðarmeyja, les upp úr bókinni sinni Dóttir hafsins, sem er fyrsta bókin í þríleiknum Dulstafir. 

12:30 Hádegismatur.

13:00 Frjáls tími

– Námskeið í krosssaum. Lára Magnea Jónsdóttir, textílhönnuður, kennir okkur bæði venjulega og gamla krosssauminn.

– Gönguferð.

– Kvikmynd niðri í kvöldvökusal.

16:00 Kaffi.

16:30 Frjáls tími.

– Prjónastund í setustofunni.

– Stutt prjónaganga.

– Brennó.

– Kvikmynd niðri í kvöldvökusal.

18:00 Veislustund í kirkju.

18:30 Veislukvöldverður.

20:00 Kvöldvaka.

21:00 Kvöldkaffi.

21:30 Frjáls tími.

– Prjónastund í setustofunni með arineld. 

– Kvikmynd niðri í kvöldvökusal.

– Kvöldganga.

 

Sunnudagur, 23. apríl:

9:00-10:00 Morgunverðarhlaðborð. 

10:00 Frjáls tími.

– Prjónastund í setustofunni.

– Kvikmynd niðri í kvöldvökusal.

– Gönguferð.

11:15 Léttar morgunteygjur, góðar fyrir prjónakonur.

12:00 Hádegismatur.

13:00 Frágangur herbergja og brottför.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!