Árlegur viðburður haldinn fyrir yngri deild KFUM og KFUK. Þar  kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi.

Mótið er haldið í Vatnaskógi helgina 24.-26. mars.

Margt skemmtilegt verður á dagskrá. Má þar nefna hina ýmsu íþróttaviðburði og leiki, heita potta, Vatnaskógarkvöldvökur og nóg af frjálsum tíma!

 

Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu.

 

Þátttakendum er heimilt að taka með sér nammi og snakk í hæfilegu magni á mótið, athugið að ekki er leyfilegt að koma með gos eða orkudrykki.

 

Vatnaskógur áfengis tóbaks og vímuefna laus staður!

 

Brottfarartímar

Höfuðb. (Holtavegur 28)            —         17:30

Keflavík (Hátún 36)                    —         16:30

Grindavík (kirkja)                        —         17:00

Hvolsvöllur (skóli)                       —          16:00

Hveragerði (kirkja)                      —         17:00

 

Lagt verður af stað heim úr Vatnaskógi kl. 12:00 á sunnudaginn.

Ath.! Tímasetningar gætu breyst, upplýsingar veita leiðtogar deildanna.

 

Verð og skráning

Verð á mótið er 18.500 kr. Innifalið er gisting, matur, dagskrá og rútuferðir. Skráning og greiðslur fyrir mótið fara alfarið fram á netinu, á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Mótið er að finna undir hnappnum Vetrarstarf KFUM og KFUK og á hlekknum hjá starfinu sem þátttakandi er í.

Skráning opnar mánudaginn 6. mars.

Skráningu lýkur mánudaginn 20. Mars.

 

Hvað þarf að taka með?

Svefnpoka/sæng, lak, kodda, snyrtidót, hlýjan og góðan útivistarfatnað, íþróttaföt, sundföt, handklæði, aukaföt og annað tilheyrandi!

 

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar en einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðu KFUM og KFUK, hjá leiðtogum eða í síma 842-5855