Páskafjör Vindáshlíðar verður pálmasunnudaginn, 2. apríl. Dagskráin hefst kl. 13:00 með páskabingói. Það verða glæsilegir vinningar í boði fyrir heppna vinningshafa! Síðan verður farið út í páskaeggjaleit um allt svæði Vindáshlíðar. Boðið verður upp á pylsur og kökur.

Páskafjör Vindáshlíðar er til stuðnings miklum framkvæmdum á aðalskála sem standa nú yfir.

Hlökkum til að sjá ykkur í páska-Hlíðinni!

Verð:

3000 kr á mann.

Frítt fyrir börn 0-5 ára.

10.000 kr hámarksverð á fjölskyldu.