Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðin að Vindáshlíð sumarbúðum KFUM og K í Kjós. Helga Sóley er 25 ára viðskiptafræðingur með BS próf með áherslu á fjármál. Hún starfaði áður sem aðstoðarverslunarstjóri og útstillingahönnuður hjá Vero Moda.

 

Helga Sóley hefur sinnt ýmsum störfum í Vindáshlíð. Hún var í níu sumur foringi, ráðskona og umsjónarforingi. En starfaði einnig sem sjálfboðaliði í vetrarstarfi og nú síðast sem verkefnastjóri. Helga Sóley var ritstjóri matreiðslubókarinnar ,,Uppskriftabók Vindáshlíðar” sem Vindáshlíð gaf út fyrir síðustu jól.

 

Hún segist spennt fyrir þessari skemmtilegu og krefjandi áskorun og hlakkar til samstarfs við stjórn Vindáshlíðar og starfsfólk. ,,Það eru mörg spennandi tækifæri í starfinu í Vindáshlíð og ég hlakka til verkefnanna framundan á þessum frábæra stað sem ég heillaðist af sem barn”.

 

Stjórn Vindáshlíðar þakkar Tinnu Rós Steinsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir samstarfið.