Hlíðarmeyjar í samstarfi við AD KFUK halda konukvöld Vindáshlíðar í fyrsta skipti þann 9. mars. Konukvöldið er til styrktar uppbyggingu í Vindáshlíð. Húsið opnar kl. 18:30 og hefst borðhald kl. 19:00.

 

Glæsilegur þriggja rétta matseðill að hætti Sólrúnar Ástu:

Forréttur: Rjómalöguð villasveppasúpa

Aðalréttur: Lamb í hunangs-pistasíuhjúp og meðlæti

Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka

 

Happdrættismiði fylgir hverjum keyptum miða, en einnig verður hægt að kaupa fleiri miða á staðnum enda glæsilegir vinningar í boði.

https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2191

Forsöluverð er 8.000 kr. Eftir 1. mars kostar miðinn 9.000 kr. Miðasölu lýkur þriðjudaginn 7. mars.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!