Mikil eftirspurn var eftir fjölskylduflokknum í Vatnaskógi í febrúar síðastliðnum og komust færri að en vildu.

Því hafa Skógarmenn ákveðið að hafa annan fjölskylduflokk dagana 31. mars til 2. apríl.

Fjölskylduflokkur er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla tengslin í notalegu andrúmslofti.
Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá. Starfsmenn staðarins hugsa vel um gesti og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin hefst á kvölverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn.
Verð í flokkinn er 14.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 43.000 kr.
Hægt er að skrá sig á sumarfjör.is. Athugið að skrá þarf alla í fjölskyldunni, greiðslulinkur verður svo sendur á þann sem skráir.

Kráning er hafin hér: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2193