Upplýsingar um Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi 2023
Æskulýðsmótið Friðrik er árlegur viðburður haldinn fyrir unglingadeildir KFUM og KFUK á Íslandi. Þar kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi. Mótið er haldið er í Vatnaskógi helgina 24.-26. febrúar. Skemmtileg og spennandi dagskrá í boði eins og t.d. íþróttaviðburðir, leikir, draugahús, brjóstsykursgerð, heitir pottar, kvöldvökur, varúlfur, ballið og margt fleira. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu.
Hvað þarf að taka með?
Svefnpoka/sæng, lak og kodda, snyrtidót, hlýjan útivistarfatnað, íþróttaföt, sundföt, föt til skiptana og annað tilheyrandi. Þátttakendum er heimilt að taka með nammi, snakk og gos.
Símar eru leyfðir á mótinu, þeir eru á ábyrgð þátttakenda.
Sjoppa verður á staðnum, Friðriksbúð, glæsileg verslun með úrval af nammi, snakki og gosi.
Hvað má ekki taka með?
Orkudrykkir eru stranglega bannaðir. Einnig er Vatnaskógur áfengis-, tóbaks-, og vímuefnalaus staður.
Brottfaratímar
Höfuðborgarsvæðið (Holtavegur 28) – 17:00
Reykjanesbær (Hátún 36) – 15:30
Grindavík (Kirkja) – 16:00
Akranes (Kirkja) – 17:30
Hveragerði (Kirkja) – 16:00
Hvolsvöllur (skóli) – Upplýsingar hjá leiðtoga
Akureyri (Sunnuhlíð 12) – Upplýsingar hjá leiðtoga
Vestmannaeyjar – Upplýsingar hjá leiðtoga
Lagt verður af stað heim úr Vatnaskógi á sunnudaginn, 26.febrúar, klukkan 12:30
Tímasetningar gætu breyst, leiðtogar láta vita ef eitthvað breytist
Skráning
Verð á mótið er 18.500 kr. Innifalið er rútuferðir, gisting, matur og öll dagskrá. Skráning á mótið fer alfarið fram á netinu á sumarfjor.is
Mótið er að finna undir hnappnum Vetrarstarf KFUM og KFUK, þar velur þátttakandi deildarstarfið sem hann/hún/hán er í.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 22.febrúar, ekki er hægt að skrá á mótið eftir það.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veita leiðtogar hverrar deildar og mótstjórar mótsins þeir Pétur Bjarni og Snorri, sími: 842 5855
Skrifstofa KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegur 28, sími: 588 8899