Þann 31. janúar hefst spennandi námskeið á Holtavegi 28 sem ber yfirskriftina Ræðu- og framkomunámskeið.

Námskeiðið er á vegum KSH og í samstarfi við KFUM og KFUK.
Á námskeiðinu verður farið í margvísleg atriði sem snúa að ræðugerð, framkomu, líkamstjáningu og fleira. Frábært tækifæri til að bæta í reynslubankann og öðlast meira sjálfstraust.
Fjöldatakmörk eru á námskeiðið.
Námskeiðið er ætlað ungmennum á aldrinum 14-25 ára, einkum þau sem eru virk í starfi KSS, KSF og/eða hafa lokið leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK.
Skráning er hafin og fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeqQnzdAA_1CTBWLLgaQgFGayRi3UwTjE0a39AhykYVqqBgLA/viewform