Enn á ný bjóða Skógarmenn upp á fjölskylduflokk í Vatnaskógi.
Fjölskylduflokkur er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla tengslin í notalegu andrúmslofti.
Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá. Starfsmenn staðarins hugsa vel um gesti og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin hefst á kvölverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn.
Verð í flokkinn er 14.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 43.000 kr.
Hægt er að skrá sig á sumarfjör.is. Athugið að skrá þarf alla í fjölskyldunni, greiðslulinkur verður svo sendur á þann sem skráir.
https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2087