Jólabingó Smáralindar. 

Sunnudaginn 4. desember kl. 13:00 verður haldið jólabingó til styrktar Jól í skókassa í Smáralind. Bingóstjóri er gleðigjafinn Eva Ruza og spilað verður upp á 8 stórglæsilega vinninga fyrir alla fjölskylduna frá fyrirtækjum í Smáralind. Bingóspjaldið er á 1.000 kr. og öll upphæðin rennur til málefnisins.

Bingóið fer fram á göngugötu Smáralindar, á svæðinu fyrir framan Snúruna. Kaupa þarf spjald fyrirfram á snuran.is, https://snuran.is/products/bingospjald?variant=43851929714930

Spilað verður upp á átta stórglæsilega vinninga:
1. New Wave ljós frá Snúrunni, 10.000 kr. gjafabréf frá XO og leikfangasnyrtitaska frá A4
2. Timberland dömu- eða herraskór, 10.000 kr. gjafabréf frá Dressmann og 5.000 kr. gjafabréf frá Sport & Grill
3. Timberland barnaskór, Snjór barnaúlpa frá Icewear og 5.000 kr. gjafabréf frá Sport & Grill
4. Timberland barnaskór, Fast & Furious Legosett frá Kubbabúðinni og 5.000 kr. gjafabréf frá Sport & Grill
5. Bakpoki frá 66°Norður, Reykjanes dömujakki frá Icewear og 5.000 kr. gjafabréf frá Sport & Grill
6. Gjafaaskja og gjafabréf í litun og plokkun frá Elira, kaka frá Sætum syndum og leikfangalæknataska frá A4
7. 30.000 kr. gjafabréf frá Levi´s, 5.000 kr. gjafabréf frá Sport & Grill og Dots Big Box Legosett frá Kubbabúðinni
8. Funi dúnúlpa frá Icewear, 10.000 kr. gjafabréf frá Dressmann og 5.000 kr. gjafabréf frá Sport & Grill

Einnig verða bíómiðar og leikjakort frá Smárabíói og gjafabréf frá Serrano.

Hlökkum til að sjá þig!