Framkvæmdastjóri Vindáshlíðar

 

Sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð auglýsa eftir framkvæmdastjóra í 70-100% starfshlutfall. Starfið felur í sér yfirumsjón með öllu starfi búðanna, bæði yfir sumar- og vetrartímann.

Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf fyrir réttan einstakling. Helstu verkefni og ábyrgð:

 

  • Yfirumsjón með öllu starfi Vindáshlíðar.
  • Yfirumsjón með ráðningum fyrir sumarstarf auk ráðninga fyrir aðra starfsemi yfir vetrartímann. Ber ábyrgð á öllu starfsmannahaldi.
  • Vera forstöðufólki innan handar þegar starfsemi er í sumarbúðunum.
  • Samskipti við foreldra og aðstandendur eftir þörfum.
  • Sinna brottförum í Vindáshlíð og heimkomu barna í samráði við starfsfólk.
  • Umsjón með viðburðum á vegum sumarbúðanna (t.d. vinnuflokkar, árshátíð, kaffisala).
  • Þróa áfram leiðir til að auka nýtingu staðarins, sérstaklega yfir vetrarmánuðina með tilliti til nýsköpunar. Auka nýtingarhlutfall sumarbúðanna.
  • Leiða fjáröflunarverkefni og finna nýjar leiðir til fjáröflunar.
  • Stuðningur við stjórnarstörf.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem stjórn sumarbúðanna kann að setja.
  • Umsjón með rekstri fasteigna

 

Umsóknarfrestur er til 7. desember nk. Áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið. Sjá meðfylgjandi auglýsingu:

https://www.alfred.is/starf/framkvaemdastjori-vindashlidar