Takið daginn frá.
Þann 11. desember verðum við með jólatréssölu í Vindáshlíð frá kl. 13:00 – 16:00..
Þá verður í boði að koma í Hlíðina fögru, finna fallegasta jólatréð, saga það niður og fara svo með heim og leyfa því að skarta sínu fegursta í stofunni.
Þetta kostar 10.000 krónur á fjölskyldu og er innifalið í því jólatré og kaffiveitingar fyrir alla fjölskylduna.