Hinn árlegi basar KFUK verður laugardaginn 26. nóvember frá kl. 13:00 – 17:00.

Það er tilvalið að byrja aðventuna hjá okkur því það verður mikið úrval af heimagerðu jólaskrauti og ekki má gleyma girnilegum smákökum og tertum.

Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá og leggja leið ykkar á Holtaveginn þann 26. nóvember nk., versla fallegar handunnar vörur og annað góðgæti.

Kakó, kaffi og vöfflur verða til sölu á staðnum og því tilvallið að staldra við.