Skógarmenn KFUM bjóða nú uppá Aðventuflokk í Vatnaskógi dagana 9. – 11. desember. Flokkurinn er fyrir drengi 10 til 12 ára.

Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, gönguferðir og ýmsir leikir, auk þess mun dagskráin taka mið að komu jólanna.

Nú verður tækifæri að upplifa Vatnaskóg og þann einstæða töframátt sem þar er – í desember!

Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað.

Verð er kr. 21.500.-
Rútugjald er kr. 3.500.-
Samtals kr. 25.000.-

Skráning er hafin og hægt að skrá sig hérna: https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=1