Hátíðisdagur á Holtavegi laugardaginn 26. nóvember
Hinn árlegi basar KFUK verður haldinn í félagshúsi okkar Holtavegi 28, laugardaginn 26. nóvember.
Húsið opnar kl. 13:00.
Basarinn er þekktur fyrir fjölbreytt úrval af fallegum vörum.
Mikið úrval af heimagerðu jólaskrauti og ekki má gleyma girnilegum smákökum og tertum.
Kakó, kaffi og vöfflur verða til sölu á staðnum og því tilvallið að staldra við.
Basar KFUK er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið og því hvetur basarnefndin alla til að taka daginn frá og leggja leið sína á Holtaveginn þann 26. nóvember nk., versla fallegar handunnar vörur og annað góðgæti.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að gefa vörur á basarinn (handunnir munir, tertur, kökur, smákökur, sultur o.fl) þá er hægt að koma öllu til skila á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi 28.
Tekið er við gjöfum og kökum á basarinn frá mánudeginum 21. nóv. til fimmtudagsins 24. nóv. á milli kl. 9-16 og frá 9-20 föstudaginn 25. nóv.