Þann 27. október hlaut KFUM og KFUK  hvatningarverðlaun ADHD samtakanna vegna sumarbúða fyrir börn með ADHD. Um árabil hafa dvalarflokkarnir Gauraflokkur í Vatnaskógi og Stelpur í stuði í Ölveri verið starfræktir þar sem sérstaklega er mætt þörfum barna með ADHD og skildar raskanir.
Ásgeir Pétursson, Styrmir Magnússon og Ólöf Birna Sveinsdóttir, sem öll standa í framlínu verkefnisins, veittu verðlaununum móttöku fyrir hönd KFUM og KFUK.