Fáein pláss eru laus í fjallgönguviku á Spáni 31. okt. – 6. nóv. sem Sportfélag KFUM og KFUK stendur fyrir í samstarfi við Biblíu- og kristniboðsmiðstöðina Centro Sarepta.

Alla daga vikunnar verður boðið upp á gönguferðir og kristilegar samverustundir.  Flestir í hópnum fljúga til Spánar 29. október og til baka 8.nóvember og er þá hægt að ráðstafa aukadögum fyrir og eftir gönguvikuna í annað en fjallgöngur.

Á Centro Sarepta fæst gisting og matur fyrir hópinn á hagstæðu verði. Umsjón með staðnum hafa norsk/íslensku feðgarnir Arild Melberg og Eiríkur Arildsson Melberg en, íslenskur fararstjóri í ferðinni okkar er Pétur Ásgeirsson formaður Sportfélagsins en hann tekur einnig við skráningum og veitir fúslega nánari upplýsingar.  Netfang er peturasgeirsson@hotmail.com.
Meira má lesa um ferðina, kostnað og annað hér á facebook viðburðinum:
https://www.facebook.com/events/5139608899427151?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22group_featured_unit%22%2C%22surface%22%3A%22group%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D