Vertu velkomin í kórinn okkar.

Við syngjum saman á kóræfingum yfir vetrartímann alla miðvikudaga frá kl. 17.00 til 18.15 að Holtavegi 28. Tilgangur kórsins er að efla söngmennt innan KFUK og gefa konum á öllum aldri á að lofsyngja Guði í góðum félagsskap ásamt því að fá faglega þjálfun.

Keith Reed er stjórnandi  kórsins. Hann þjálfar kórfélaga, æfir raddbeitingu og stýrir lagavali, auk þess útsetur og semur lög fyrir kórinn.  Auk söngsins iðkum við bænasamfélag og létta líkamsþjálfun.

Fyrsta æfing verður 14 september 2022. Á fyrstu þrem æfingunum eruð þið velkomnar að prófa.