Karlaflokkur í Vatnaskógi 2. – 4. sept. 2022
Helgina 2. – 4. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, ætlaður karlmönnum á aldrinum 17-99 ára.
Tilgangur helgarinnar er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 15.900. Hægt er að ganga frá skráningu á kfum.is eða í síma 588-8899.
Föstudagur 2. september
15:15 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ (fyrir þá sem vilja).
Leikið verður á Brautarholtsvelli*
Umsjón: Ársæll Aðalbergsson
19:00 Léttur kvöldverður
20:00 Fræðslustund í Gamla skála
Ófriður í heiminum, umsjón Gísli Freyr Valdórsson fréttastjóri
Kynning á verkefnum morgundagsins Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna
21:30 Frjáls tími
22:00 Kvöldhressing
22:30 Guðsorð fyrir svefninn Umsjón Guðmundur Jóhannsson
23:00 Bænastund í kapellu
23:30 Gengið til náða
Laugardagur 3. september
08:00 Vakið
08:20 Morgunteygjur og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíufræðsla: „Herkonungurinn Davíð og sálmar hans og friðarhöfðinginn Jesú og bænin“
Sr. Guðmundur Guðmundsson
10:00 Vinna fyrir Vatnaskóg
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinna fyrir Vatnaskóg
15:30 Kaffi
16:00 Fótboltaleikur á íþróttavelli, slökun í heitupottunum, veiði á vatninu ofl.
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
Umsjón: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson
Leikflokkurinn Villiöndin kemur fram
Skemmtiatriði: Tveir á teini
Hugleiðing: Séra Jón Ómar Gunnarsson
22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu
Sunnudagur 4. september
09:00 Vakið
09:20 Morgunteygjur og fánahylling
09:30 Morgunmatur
11:00 Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ, minnst verður sr. Sigurjóns Guðjónssonar frv. prófasts. Umsjón sr. Kristján Valur Ingólfsson
12:30 Matur
13:15 Heimför
* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leiknar verða 9 holur á Brautarholtsvelli.
Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746.
Vallargjald greiðist á staðnum, mikilvægt að mæta tímanlega.
Vinna í þágu Vatnaskógar – dæmi um verkefni:
- Fella tré á byggingarreit nýs matskála og fjarlægja greinar og stofna
- Grisja fyrir nýrri tjaldflöt ofan Lerkiskála og bera kurl á stíga
- Mála nokkra glugga á Gamla skála (rauðir)
- Mála glugga á íþróttahúsi (hvítir)
- Útbúa FULLT af kubbum úr kalvið ca. 20 – 30 cm. til að tálga f. smíðaverkstæði
- Merkja báta – tiltekt í Bátaskýli
- Fjarlægja tröppur við malarvöll laga sárið
- Bera á útihurðir í íþróttahúsi (ekki hvítu)
- Bera á bekki við Birkiskála (litur fura)
- Hreinsa þakrennur
- Nokkur létt inniverkefni
- Þrif í matsal m. áherslu á borð (ath. undir og lappir)
- Leggja barka í þakskyggni f. ljós sem mun koma undir merkið á Birkiskála
Ofl. verkefni sem kynnt verða í flokknum.