Sæludagar um verslunarmannahelgina 28. júlí – 1. ágúst.
Sæludagar er vímulaus hátíð – án áfengis og vímuefna og er fjölskylduhátíð. Dagskráin er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK.
Verðskrá:
Helgarpassi fyrir 16 ára og eldri 7.500,-
Helgarpassi fyrir 7 til 15 ára 4.500,-
Dagspassi fyrir 16 ára og eldri 4.500,-
Dagspassi fyrir 7 til 15 ára 2.000,-
Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Miðasala
http://www.vatnaskogur.is
https://klik.is/event/location/27
í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina.
Tjaldsvæði
Tjaldsvæði eru á staðnum og innifalin í verði.
Boðið er upp á þann möguleika að tengjast rafmagni fyrir fellihýsi, tjaldvagna o.s.fr.v.
Vinsamlega geymið ekki bíla á tjaldsvæðum.
Vinsamlega tjaldið ekki á merktum stígum.
Verð fyrir afnot af rafmagni er kr. 2.500.- fyrir alla helgina.
Bílastæði
Vinsamlega leggið þannig að þeir loki ekki akstursleiðum. Flest bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn á malarvelli – sjá á korti í bækling.
Matskálinn
Matskálinn er upplýsingamiðstöð Sæludaga. Þar er einnig verslun og veitingasala. Þar er seldur matur en einnig hægt að kaupa á grillið sem er fyrir framan Matskála og til almennra afnota.
Lambalæri til stuðnings nýjum Matskála í Vatnaskógi
Á laugardagskvöldinu gefst sæludagagestum kostur á að kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti til stuðnings nýjum matskála í Vatnaskógi.
Café Lindarrjóður
Í Birkiskála er kaffihús, Café Lindarrjóður. Þar er hægt að fá nýbakað góðgæti úr bakaríi Vatnaskógar. Kaffihúsið er opið alla daga frá kl. 15:00.
Rusl
Ruslatunnur eru staðsettar víða um svæðið – vinsamlega flokkið.
Ruslagámur er staðsettur fyrir aftan Matskálann.
Sturtur og salerni
Tveir búningsklefar ásamt sturtum eru í íþróttahúsinu. Annar klefinn er merktur konum en hinn körlum. Salerni eru í flestum húsum á svæðinu. Vert er að athuga að salernin eru fyrir bæði kynin og er fólk því beðið um að sýna viðeigandi tillitssemi. Einnig eru útisalerni á nokkrum stöðum á svæðinu.
Hæfileikasýning barnanna
Að venju verður hæfileikasýning barnanna á dagskrá. Skemmtilegur viðburður fyrir áhorfendur jafnt sem þátttakendur. Sýningin fer fram á sunnudeginum kl. 15:00.
Til að auðvelda skipulag er gott að þátttakendur skrái sig með því að senda póst á tölvupóstfangið vatnaskogur@kfum.is fyrir helgina. Einnig er hægt er að skrá sig á laugardeginum í Matskála frá kl. 10:30 – 13:00.
Bátar
Bátarnir eru opnir frá kl. 10:00 til 20:00. Bátar eru lánaðir án endurgjalds, hálftíma í senn. Bátareglur hanga uppi framan við bátaskýlið. Kynnið ykkur og börnunum þær vel áður en farið er út á bát. Athugið að ekki er heimilt að koma með eigin báta. Í boði eru árabátar, hjólabátar og kanóar.
KFUM og KFUK á Íslandi
Markmið KFUM og KFUK er að efla heilbrigði alls mannsins til líkama, sálar og anda. Starf KFUM og KFUK er fyrir fólk á öllum aldri og fer fram víða um landið í sumarbúðum, æskulýðsmiðstöðvum og kirkjum. Nánari upplýsingar um KFUM og KFUK er að finna á www.kfum.is.
Skógarmenn KFUM
Skógarmenn standa fyrir starfi KFUM í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi er starfsemi allt árið um kring. Á sumrin er boðið upp á dvalarflokka fyrir drengi á aldrinum 9-17 ár og stúlkur á aldrinum 12 – 17 ára. Boðið er upp á helgarflokka fyrir feðga, feðgin, fjölskyldur, mæður og karla. Á veturna eru fermingarnámskeið, leikskóla dagskrá og skólabúðir í Vatnaskógi
Fimmtudagur
19:00 Svæðið opnar
19:00 Matur til sölu – Grill til afnota fyrir alla – Matskáli
20:00 Leiktæki sett í gang – Við íþróttahús
20:00 Bátar lánaðir út – Bátaskýli
20:30 Útileikir fyrir alla hressa krakka – Fyrir framan Birkiskála
22:00 Fræðsla/umræður
„Réttarhöldin yfir Jesú með lögfræði og Covid gleraugum“ – Café Lindarrjóður
Umsjón: Davíð Örn Sveinbjörnsson lögfræðingur
23:30 Bænastund – Kapella
Föstudagur
9:00 Matur til sölu – Morgunverðarhlaðborð – Matskáli
9:30 Fánahylling og bænastund í Kapellu – Við Gamla skála
10:00 Smíðaverkstæði opnar – Bátaskýli efri hæð
11:00 Ævintýraferð í skóginum – Við Gamla skála
12:00 Matur til sölu – Ljúffeng súpa og nýbakað brauð – Matskáli
14:00 Klemmustríðið mikla – fyrir hressa krakka! – Við Birkiskála
15:30 Knattspyrna – Íþróttavöllur
16:00 Fræðsla/umræður:
„Vatnaskógur, nýr Matskáli og framtíðin. Hvað eru Skógarmenn að pæla?“ – Café Lindarrjóður
Umsjón: Stjórn Skógarmanna KFUM
17:30 Gospelsmiðja fyrir börn – Gamli Skáli
Umsjón: Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías V. Baldursson
18:00 Matur til sölu – Grill til afnota fyrir alla – Matskáli
20:30 Vatnaskógarkvöldvaka – Íþróttahús
“Ég vil lifa lífinu” – Tónleikar með Siggu og Grétari úr Stjórninni – Íþróttahús
22:30 Lofgjörðarstund – Gamli Skáli
23:00 Mission Impossible – Matskáli
23:30 Bænastund – Kapella
Laugardagur
9:00 Matur til sölu – Morgunverðarhlaðborð – Matskáli
9:30 Fánahylling og bænastund í Kapellu – Við Gamla skála
9:45 Hreyfing og leikfimi – Við Matskála
10:00 Gospelsmiðja fyrir fullorðna – Gamli Skáli
Umsjón: Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías V. Baldursson
10:30 Skráning í Hæfileikasýningu barnanna hefst – Matskáli
11:00 Fjölskyldustund í Íþróttahúsi – leikrit og söngur – mikið fjör
12:00 Matur til sölu – Hin landsfræga Vatnaskógarpizza – Matskáli
13:00 Vatnafjör – Enginn verður verri þó hann vökni ögn – Við Bátaskýli
14:00 Leitin að gáfuðustu fjölskyldunni – Matskáli
14:00 Fræðsla/Umræður – Gamli skáli:
,,Hvernig kennum við börnum okkar að vera góður félagi“?. Umsjón: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
15:00 Knattspyrnuhátíð – Íþróttavöllur
• 15:00 Fyrir 12 ára og yngri
• 15:30 Fyrir 13-17 ára
• 16:00 Vítaspyrnukeppni fyrir alla!
• 16:30 Fyrir fullorðna
16:00 Fjölskyldubingó – Glæsilegir vinningar í boði – Íþróttahús
16:30 Fræðsla/Umræður – Gamli skáli:
Biblían í nútímanum, nýir möguleikar, ný tækni.
Umsjón: Hið íslenska biblíufélag
18:00 Matur til sölu – Grill til afnota fyrir alla – Matskáli
Ljúffengt lambalæri selt til stuðnings byggingar á nýjum matskála í Vatnaskógi
19:30 Vatnaskógarkvöldvaka – Íþróttahús
21:30 Tónleikar brot af því besta Eyþór Ingi – Íþróttahús
22:30 Ljúfir tónar og kaffihúsastemning – Café Lindarrjóður
23:00 Unglingadagskrá: Svínadalsballið Bingó bræður skemmta- Íþróttahús
Heitir pottar opna í kjölfarið á ballinu
23:30 Bænastund – Kapella
Sunnudagur
09:00 Matur til sölu – Morgunverðarhlaðborð – Matskáli
9:30 Fánahylling og bænastund í Kapellu – Við Gamla skála
10:00 Hreyfing og tónlist – Við Matskála
11:00 Fjölskylduguðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna – Íþróttahús
12:00 Matur til sölu – Lasagne – Matskáli
12:30 Vatnaskógarhlaupið – Við Gamla skála
– Skemmtiskokk fyrir yngri kynslóðina – Sæludagahlaupið
– Víðavagnshlaup – hið stærra – tveir hringir í kringum Eyrarvatn (um 8,4 km.)
13:00 Sæludagaleikar: Íþróttir og leikir við allra hæ‑ – Íþróttavöllur
– Wipeout-braut – Frjálsar íþróttir – Kraftakeppni
14:00 Fræðsla/umræður – Café Lindarrjóður:
“Okið undan sjálfum mér” Hvernig ég varð betri og hamingjusamari starfsmaður með því að verja minna tíma í vinnunni en meiri tíma með fjölskyldu og vinum?
Umsjón Björgvin Franz Gíslason
15:00 Söng- og hæfileikasýning barnanna – Íþróttahús
15:30 Kassabílarallý – Íþróttavöllur
16:00 Fræðsla/umræður – Gamli Skáli:
“Sögur frá Ungverjalandi – Lútherska kirkjan undir kommúnisma.”
Umsjón: Sr. Jón Ómar Gunnarsson
17:00 Hópleikir – Íþróttavöllur
18:00 Matur til sölu – Grill til afnota fyrir alla – Matskáli
20:00 Kvöldvaka – skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna – Íþróttahús
22:00 Varðeldur og brekkusöngur – Við íþróttahús
23:00 Lofgjörðarstund – altarisganga – Íþróttahús
Mánudagur
9:00 Matur til sölu – Morgunverðarhlaðborð – Matskáli
10:00 Fánahylling og bænastund í kapellu – Við Gamla skála
11:00 Lokasamvera – Gamli skáli
Unglingadagskrá á Sæludögum
Föstudagur
15:00 Knattspyrna – Íþróttavöllur
23:00 Mission Impossible – Matskáli
Laugardagur
13:00 Vatnafjör – Við bátaskýlið
22:30 Svínadalsballið – Bingó bræður skemmta – Heitir pottar opna í kjölfarið á ballinu.
Sunnudagur
12:30 Sæludagaleikarnir – Íþróttavöllur
22:00 Brekkusöngur og varðeldur – Við íþróttahús
Að sjálfsögðu eru unglingar á svæðinu velkominn á alla viðburði Sæludaga og eru hvött til að vera með.