Á uppstigningardag fimmtudaginn 26. maí á milli klukkan 12:00 og 16:00 verður vorhátíð Kaldársels, þá verður mikið fjör sérstaklega fyrir yngri kynslóðina.
Á staðnum verða hoppukastali, leikir, andlitsmálning, grillaðar pylsur, popp og candyfloss.
Við fáum Ómar Ragnarson til að segja okkur aðeins frá sögu Kaldárssels og boðið verður svo upp á leiðsögn um svæðið.
Hlökkum til að sjá ykkur!