Við fögnum því að það hefur verið sumarbúðarstarf í Vindáshlíð í heil 75 ár og því blásum við til Afmælishátíðar sunnudaginn 22. maí frá kl. 14-17.
Það eru allir hjartanlega velkomnir og tilvalið að taka smá forskot á sæluna sem verður í Hlíðinni í sumar og njóta saman á þessum yndislega degi. Það hafa einnig verið mikið um framkvæmdir og lagfæringar í Vindáshlíð svo þetta er tilvalið tækifæri að koma og sjá allar fínu breytingar okkar.
DAGSKRÁ
14:00 Fánahylling
14:10 Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju
14:30 – 17:00 Afmælishátíðar dagskrá
– Kaffiveitingar
– Göngur
– FOLF
– Ratleikur
– Brennó
– Hoppukastali
– Andlitsmálning
– Vinaarmbönd
– Margt fleira skemmtilegt…
Hver veit nema meðlimir Ljósbrots, kórs KFUK líti við og taki lagið fyrir okkur sem upphitun fyrir tónleika kvöldsins sem haldnir verða á Holtavegi 28 kl. 20:00 og verða til styrktar Vindáshlíð!
VERÐ:
2500 á mann
0- 6 ára: ókeypis
Hámark 10.000 á fjölskyldur
Hægt verður að gæða sér á ljúffengum veitingum á sama tíma og maður styrkir starfsemina.
Þessi viðburður veitir nýjum sem og eldri Hlíðarmeyjum, fjölskyldum og vinum tækifæri til að deila sögum og minningum sín á milli í yndislegu umhverfi okkar.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Kveðja,
Stjórn Vindáshlíðar