Við minnum á stórtónleika í kvöld fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Lindakirkju.
Á árunum 1968-1980 var blómlegt tónlistarlíf í KFUM og KFUK. Nokkrir félagsmenn hafa dustað rykið af hljóðfærunum, rifjað upp gömul lög og blása nú til stórtónleika í Lindakirkju næstkomandi fimmtudag, 28. apríl kl. 20:00.
Lög ungafólksins – í KFUM og KFUK 1968-1980.
Fram koma 10 hljómsveitir og enn fleiri listamenn og flytja kristilega popptónlist frá árunum 1968-1980. Einstakt tækifæri til að upplifa tónlistalegar fornminjar frá tíma Jesúbyltingaarinnar (eins og segir á plakati).
Meðal flytjenda: Bandið, Kristilega drengjahljómsveitin RUT, Svarti hanskinn, Jesúbræður, Sólveig Óskarsdóttir og Hilmar Baldursson, Saltkorn, Ingi Gunnar & Sigurður Grétar,
Elsa Waage og Dagný Bjarnhéðinsdóttir, Laufey Geirlaugsdóttir.
Kynnir: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.
Aðgangseyrir er aðeins 2.000 kr. Allur ágóði mun renna til hjálparstarfs í Úkraínu gegnum verkefnið Jól í skókassa.
Miða er hægt að kaupa hér: http://www.klik.is/event/location/23