AD KFUM og KFUK fara í vorferð í Skálholt á þriðjudaginn kemur, 3. maí. Farið verður frá félagshúsinu við Holtaveg kl. 17:30. Í Skálholti mun sr. Kristján Björnsson vígslubiskup taka á móti hópnum og segja frá staðnum, starfinu þar og yfirstandandi framkvæmdum við kirkjuna. Að því búnu verður kvöldverður á hótelinu í Skálholtsskóla og í lokin helgistund í kirkjunni. Reiknað er með að komið verði til baka á Holtaveg kl. 22:30.

Rútuferð og matur kostar samtals kr. 7.000 á mann.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina fyrir kl. 16.00 föstudaginn 29. apríl.  

Skráning fer fram á slóðinni  https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=16  og þar er jafnframt greitt fyrir ferðina.

Einnig er hægt að skrá sig í síma 588 8899 á þjónustumiðstöð KFUM og KFUK og gefa upp kortanúmer eða greiða við brottför.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og njóta góðrar ferðar og samfélags saman.