KFUM og KFUK gerir miklar kröfur til starfsfólks síns. Hæft starfsfólk er lykillinn til að tryggja gæði, öryggi og vellíðan þátttakenda í KFUM og KFUK.  Skyldur og kröfur til þeirra sem starfa með börnum og unglingum aukast jafnt og þétt með hverju ári.  Til að hjálpa starfsfólki og sjálfboðaliðum sumarsins að uppfylla þær kröfur og væntingar sem gerðar eru til þeirra, stendur KFUM og KFUK fyrir nokkrum mikilvægum námskeiðum. Að sækja námskeiðin eru góð fjárfesting til framtíðar.  Reynslan sýnir að sú þekking sem fólk nemur gagnast þeim víða í lífnu.  Þá eru námskeiðin einnig góður vettvangur til að kynnast samstarfsfólki sumarsins. Fólk úr stjórnum sumarbúða KFUM og KFUK er velkomið á öll námskeiðin.

Námskeið aðstoðarforingja sumarsins

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Forráðamenn mæti með Fjöldi ungmenna yngri en 18 ára taka þátt í sumarstarfi KFUM og KFUK sem sjálfboðaliðar. Þó svo þeir beri ekki ábyrgð (eða lagalegar skyldur) sem starfsmenn, skipir miklu máli að þeir séu vel undirbúnir fyrir hlutverk sitt. [...]

Foringi í fyrsta skipti

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í foringjahlutverkinu. Farið verður yfir grundvallarþætti þess að starfa í sumarbúðum, hvað felst í því að vera foringi, samskipti við börn, hefðir og venjur, verkferla og [...]

Matráðar og veganmatur

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Samvera og fundur matráða sumarbúða KFUM og KFUK.  Hreiðar Örn Stefánsson Zoega mun leiða vinnustofu um einfalda og góða veganrétti sem nýta má í sumarbúðastarfinu. Fer fram í eldhúsinu og kaffiteríunni á Holtavegi.  Einnig gefst matráðum tækifæri til að spjalla [...]

Recurring

Allt það helsta í sumarbúðum

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu þætti sem snúa að starfi með börnum í sumarbúðum til að undirbúa þátttakendur sem best fyrir starf sitt í sumar.  Meðal þess sem farið verður yfir á námskeiðinu er: Samskipti og siðareglur Tryggir [...]

Skyndihjálp og brunavarnir

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Öryggismálin eru í forgrunni í starfi KFUM og KFUK. Félagið vill að allt starfsfólk hafi grunn í skyndihjálp og brunavörnum og kunni að bregðast rétt við. Undir stjórn Jóns Péturssonar og Kristjáns Sigfússonar er farið í grundvallaratriði er lýtur að [...]

Recurring

Samráðsfundur forstöðufólks

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Á þessum fundi förum við yfir helstu áskoranir í starfi forstöðufólks og deildum reynslu og lausnum. Hér er á ferðinni jafningjafundur því reynslan og þekkingin liggur í fundarmönnum sjálfum. Umsjón með fundinum hefur Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Skráning [...]