Kaffisala Skógamanna verður að venju á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni er þann 21. apríl. Um kvöldið verða svo glæsilegir tónleikar, allt hérna á Holtavegi 28, félagsheimili KFUM og KFUK á Íslandi.
Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30 – frábærar veitingar að vanda og sumir segja þær bestu.
Tónleikar hefjast kl. 20:00 – Meðal þeirra sem koma fram eru: Karlakór KFUM, Jóhann Helgason og félagar sem flyta lög af nýútkomnum diski Jóhanns við ljóð Sigurbjörns Þorkelssonar.
Kynnar: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson.
Allur ágóði af kaffisölunni og tónleikunum er til stuðnings nýjum matskála í Vatnaskógi.