Alls höfðu 183 einstaklingar sótt um sumarstörf hjá KFUM og KFUK í sumar, þegar umsóknarfrestur rann út á miðnætti aðfararnætur 16. febrúar. Örfáar umsóknir eiga eftir að berast. Á hverju sumri koma á annað hundrað einstaklingar að starfi sumarbúða og leikjanámskeiða félagsins ýmist sem starfsfólk eða sjálfboðaliðar.