Vegna tilslökunar á samkomutakmörkunum er unnt að hefja á ný starfið í AD KFUM og AD KFUK núna í vikunni.

Samkvæmt áður útgefinni dagskrá er AD KFUK fundur á þriðjudaginn 1. febrúar kl. 17:30 og mun sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir kynna nýjar bækur sínar um Ást og um Hugrekki ásamt því að annast hugvekju.

Fimmtudaginn 3. febrúar er síðan fundur AD KFUM kl. 20:00. Þar mun sr. Halldór Reynisson fjalla um efnið: Á ég að gæta systur minnar, móður jarðar? Birgir Ásgeirsson hefur upphafsorð og bæn og sr. Jón Ómar Gunnarsson hugvekju. Ársæll Aðalbergsson stjórnar fundi og Albert Bergsteinsson sér um píanóleik.

Mikilvægt er að gæta vel að sóttvörnum og nota grímur eftir því sem við á.  Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á fundina og njóta samfélagsins hvert með öðru.