Við stefnum á að vera með fjölskylduflokk í Vatnaskógi 11.-13. febrúar næstkomandi.
Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi, spennandi möguleiki í febrúar.
Enn á ný bjóða Skógarmenn uppá fjölskylduflokk í Vatnaskógi.
Í Fjölskylduflokki er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla tengslin í notalegu andrúmslofti.
Í flokknum er boðið uppá afslappaða og uppbyggilega dagskrá.
Starfsmenn staðarins hugsa vel um gesti, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir.
Verð í flokkinn er 13.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 41.000 kr.
Vegna óvissu um sóttvarnarreglur á þessum tíma er ekki greitt fyrir flokkinn fyrr en öruggt er að af honum verði og þá munum við senda greiðslulinka á þáttakendur.
Ath. einnig munum við stefna á það hafa flokk í apríl.