Vegna aðstæðna í samfélaginu höfum við gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og skipt Holtaveginum niður í sóttvarnarhólf til að gæta fyllsta öryggis.
Stóri salur: Öll starfsemi í sal, samkomur, fundir eða æfingar, biðjum við um að farið sé beint inn í sal og nota grímu á leið inn og út úr húsinu. Því miður ekki er í boði að nota eldhús eða kaffiteríu fyrir eða eftir samverur.
Skrifstofan: Skrifstofan (þ.e. rýmið innan glerveggsins) er lokuð öllum nema starfsfólki skrifstofu. Ef það þarf að ljósrita, nota posa eða eitthvað annað sem þarf að nálgast á skrifstofu vinsamlegast sendið tölvupóst á elin@kfum.is og hún mun þá ljósrita, gera posa klára eða annað sem þarf.
Endasalurinn: Er sóttvarnarhólf fyrir leikskólann á meðan hólfaskiptingin er í gangi.
Salerni: Covid takmarkanir á Holtavegi 28.Innra salernið er aðeins fyrir starfsfólk. Fremra salernið er fyrir gesti hússins.
Munum að spritta og nota grímur eftir því sem við á.
Eðlilega minnkar umgegni um húsið sjálfkrafa, þar sem búið er að aflýsa eða fresta flestum fundum og samverum.
Eins og áður treystum við á gagnkvæman skilning, samstöðu og samvinnu okkar allra sem nýtum aðstöðuna á Holtavegi.
Kær kveðja,
Tómas Torfason
Birt: 11. janúar 2022