Jólatónleikar karlakórs KFUM verða þriðjudagskvöldið 14. Desember kl 20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK Holtavegi 28. Reykjavík.
Karlakór KFUM ásamt stúlkum úr Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík munu flytja fjölbreytta dagskrá af jólasöngvum. Stjórnandi er Ásta Haraldsdóttir og píanóleikari Bjarni Gunnarsson.

Aðgöngumiðar kosta kr 2500 og verða seldir á netinu á slóðinni klik.is  https://www.klik.is/event/detail/20. Geti menn ekki keypt miða á netinu er hægt að fá þá keypta við innganginn. Við hvetjum fólk að kaupa miða fyrirfram og ekki á staðnum til að forðast hópmyndun við innganginn. Ath. Sæti eru ónúmeruð.
Allir velkomnir. Komið og njótið jólatónleika með okkur.

SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR:
• Þeir sem koma og eru fæddir 2015 eða fyrr þurfa að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn, annað hvort í síma eða útprentað. Hraðpróf þarf að vera minna en 48 stunda gamalt. Aðilar frá Ice Medica taka hraðpróf á staðnum fyrir þá sem ekki hafa farið í hraðpróf, en þá þarf að bíða um 15 mínútur útivið þar til svar fæst áður en hægt er að ganga inn og sýna neikvæða niðurstöðu.
• Grímuskylda áhorfenda er á tónleikunum.
• Allir eru beðnir að koma með miða með nafni sínu, kennitölu og símanúmeri og plássi fyrir sætisröð og sætisnúmer sem fyllt er út þegar sest er. Miðum verður safnað saman í upphafi tónleika. (Það flýtir fyrir að hafa miðann meðferðis ásamt penna í stað þess að skrifa á blað á staðnum). Þessum gögnum verður eytt eftir tvær vikur.