Í tilefni 120 ára afmælis Ísfélagsins í Vestmannaeyjum þann 1. desember sl. færði fyrirtækið Skógarmönnum veglega gjöf.
Gjöfin verður nýtt til að bæta bátakost Vatnaskógar er mikil þörf er á endurnýjun flotans sem er orðin slitinn eftir mikla notkun.
Það verður því kærkomin viðbót fyrir siglingakappa sem munu flakka víða á nýjum fleytum um Eyrarvatnið á komandi sumri.
Það var Sunna Gunnlaugsdóttir sem situr í stjórn KFUM og KFUK sem tók á móti gjöfinni fyrir hönd Vatnaskógar á afmælisdaginn en fjölmargir aðilar nutu stuðnings Ísfélagsins af þessu tilefni.
Skógarmenn KFUM þakka kærlega fyrir þann góða hug til starfsins í Vatnaskógi.
(mynd úr Eyjafréttum)