Þann 12. desember verður hægt að koma upp í Vindáshlíð með fjölskyldunni og finna hið eina sanna jólatré fyrir jólin.
Rukkað er 10.000 krónur á fjölskyldu og fyrir þann pening er hægt að velja sér tré úr skóginum, höggva það og taka með heim, og öll fjölskyldan getur gætt sér á jólasmákökum, kaffi og kakó 🎄
Hlökkum til að sjá ykkur.