Jólabasar KFUK verður haldinn laugardaginn 27. nóvember nk. frá kl. 14:00 – 17:00.

Basarnefndin hvetur alla til að taka daginn frá og leggja leið sína á Holtaveg 28 þann 27. nóvember nk., versla fallegar handunnar vörur og klára jólabaksturinn ásamt því að gæða sér á vöfflum og heitu súkkulaði í notalegu umhverfi.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að gefa vörur á basarinn (handunnir munir, tertur, kökur, smákökur, sultur o.fl.) þá er hægt að koma öllu til skila á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Mikilvægt er að innihaldslýsingar fylgi með heimabökuðu góðgæti. Tekið er við gjöfum og kökum á basarinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í vikunni áður en basarinn er haldinn og til kl. 21 föstudaginn 26. nóvember nk.