Í dag hefst æskulýðsstarf KFUM og KFUK í  samstarfi við Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli. Við erum mjög stolt af því að hefja þetta samstarf og alltaf gaman að geta boðið upp á æskulýðsstarf fyrir sóknir á landsbyggðinni.

Starfið í Stórólfshvolskirkju er alla þriðjudaga og er í boði fyrir 5.-7. bekk og 8.-10.bekk.  Þeir sem leiða starfið á Hvolsvelli eru Þráinn og Kristjana Laufey.

YD KFUM og K 5.-7.bekk kl. 17:00-18:00
UD KFUM og K 8.-10.bekk kl. 20:00-21:00