Nú er allt komið á fullt í verkefninu okkar “Jól í Skókassa” þar sem loka skiladagurinn er laugardaginn 13. nóvember.

Sjálfboðaliðar eru önnum kafnir við að fara yfir kassana sem eru komnir í hús, alltaf er athugað hvort að nokkuð vanti og þá bætt í ef upp á vantar.

Þetta er skemmtilegt og gefandi verkefni sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og átt þátt í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bág kjör. Hver gjöf skiptir máli.

Hægt er að fylgjast með okkur á vefsíðu okkar https://www.kfum.is/skokassar/ ,á facebook síðunni https://www.facebook.com/skokassar og á instagram @joliskokassa.

Tekið er á móti gjöfunum á Holtaveig 28 frá kl 9:00 – 19:00 fram á föstudag og er svo síðasti skiladagurinn laugardaginn 13. nóvember en þá er opið frá 11:00 – 16:00.