Hin árlega GLS leiðtoga-ráðstefna verður haldin föstudaginn 5. nóvember nk. Við í KFUM og KFUK höfum hvatt okkar lykil fólk til þátttöku, enda hefur ráðstefnan fært fólki hvatningu og aukna þekkingu sem nýst hefur m.a. á vettvangi KFUM og KFUK.
GLS ráðstefnan á Holtavegi 28.
Ráðstefnan í ár saman stendur af 9 fyrirlestrum og er keyrð í streymi. Í stað þess að sitja heima hjá sér eða við skrifborðið, verðum við í KFUM og KFUK með opið hús á Holtavegi 28, þar sem við njótum ráðstefnunnar saman á stórum skjá. Þar verða einnig veitingar í boðið félagsins.
Fyrirlesarar á heimsklassa
Fyrirlesarar á GLS deila víðtækri þekkingu og reynslu úr kirkjustarfi, viðskiptalífi og félagasamtökum. Í ár höfum við einnig tvo áhugaverða íslenska fyrirlesara, þær Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Sigríði Indriðadóttur. Sjá nánar: www.gls.is
Hóflegt verð
Fullt verð á ráðstefnuna er 6.900 kr. Við í KFUM og KFUK njótum hópafsláttar og er því verðið 4.000 kr. ef bókað er skráningarvefnum okkar – sumarfjor.is https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=11
Til hvers?
Ef þú vilt sækja þér aukna þekkingu og mótiveringu, til að standa betur sem leiðtogi í þínu lífi, þínu starfi og þinni köllun, er GLS ráðstefnan góður og nærandi vettvangur.