Nú er þessi skemmtilegi tími hafinn, þegar fallega útbúnir skókassar koma í hús. Kassar sem innihalda skemmtilegar gjafir sem gleðja munu börn í Úkraínu. Síðan árið 2004 hefur hópur fólks hjá KFUM og KFUK haldið utan um þetta verkefni og er Jól í skókassa orðinn fyrsti hluti af jólaundirbúningnum hjá sumum fjölskyldum.
Það geta allir tekið þátt í þessu verkefni, bæði börn og fullorðnir, og getur það orðið skemmtileg fjölskyldusamvera.
Loka skiladagur á höfuððborgarsvæðinu er 13. nóvember og er þá hægt að koma með kassa á Holtaveg 28 frá 11:00 – 16:00. Eins er hægt að koma með kassa á Holtaveginn alla virka daga frá 9:00 – 17:00 (16:00 á föstudögum).
Einnig erum við með aðra móttökustaði og hér má sjá móttökustaðina og síðustu skiladaga þar.
Þórshöfn – loka skiladagur er fimmtudagurinn 28. október. Tekið er á móti skókössum í Safnaðarheimili Þórshafnarkirkju frá kl. 17:00-18:00
Höfn í Hornafirði og SA-land – loka skiladagur er föstudaginn 29. október. Tekið er á móti skókössum í Hafnarkirkju frá kl 12:00-15:00.
Akureyri og Norðurland –Tekið verður á móti skókössum í Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð föstudaginn 29. október frá kl. 15:00-18:00 og laugardaginn 30. október frá kl. 11:00-15:00.
Skagaströnd og nágrenni – Tekið verður á moti skókössum í Hólaneskirkju laugardaginn 30. október frá kl. 13:00 – 16:00.
Egilsstaðir og Austurland – Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju og í Hörgási 4 laugardaginn 30. otktóber frá kl. 10:00-14:00.
Akranes – Tekið er á móti skókössum í safnaðarheimili Akraneskirkju. 1- 5. nóvember á milli klukkan 10:00 – 15:00.
Sandgerði – Móttaka skókassa verður í Safnaðarheimilinu í Sandgerði þriðjudaginn 2. nóvember frá kl 17:00 – 19:00.
Sauðárkrókur – Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 2. nóvember frá k. 17:00 – 20:00.
Grundarfjörður – Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 4. nóvember.
Stykkishólmur – Tekið verður á móti skókössum í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 4. nóvember frá kl 16:30 – 18.
Ísafjörður og Vestfirðir – Tekið verður á móti skókössum í Ísafjarðarkirkju. Loka skiladagur er fimmtudagurinn 4. nóvember, opið til 16:30
Selfoss – Tekið verður á móti skókössum í Selfosskirkju. Síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 4. nóvember.
Reykjanesbær – Tekið verður á móti skókössum í Hátúni 36, húsi KFUM og KFUK í Reykjanesbæ fimmtudaginn 4. nóvember frá kl. 16:00-18:30.
Vestmannaeyjar – Tekið verður á móti skókössum í Landakirkju. Hún er að jafnaði opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00. Síðasti skiladagur verður föstudaginn 5. nóvember.
Þeir skiladagar sem eru búinir eru á Hellu og á Vopnafirði og eru þeir kassar komnir í hús.
Allar upplýsingar um Jól í skókassa er hægt að sjá hér: https://www.kfum.is/skokassar/